Erlent

Vindar blása ís frá Norðurskautinu

Óli Tynes skrifar
Borgarís á reki.
Borgarís á reki.
Japanskir vísindamenn telja að vindar eigi jafnvel helmings þátt í minnkun íss á Norðurskautinu undanfarna áratugi.

Vísindamennirnir starfa við Japan Agency For Marine-Earth Science And Technology. Þeir draga ekki í efa að hlýnun jarðar og sjávar eigi þátt í því að ísinn hefur farið minnkandi.

Þeir segja hinsvegar að rannsóknir þeirra séu þær fyrstu sem gerðar hafi verið á þætti vinda síðan byrjað var að mæla umfang ísbreiðunnar úr gervihnöttum árið 1979.

Niðurstaða þeirra er sú að vindar spili þar stórt hlutverk. Masayo Ogi segir í viðtali við breska blaðið The Guardian að bæði sumar- og vetrarvindar geti blásið borgarís út um Fram sundið og út á Norður-Atlantshaf.

Fram sundið liggur milli Grænlands og Svalbarða. Masayo bætir því við að aðrir þættir sem spili inn í ístapið séu hlýnun jarðar- og sjávar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×