Innlent

Ísland á öruggustu vatnsbirgðir jarðar

Ný skýrsla leiðir í ljós að Ísland á öruggustu vatnsbirgðir heimsins. Sómalía er hinsvegar í mestum vandræðum og þar á eftir koma Afríkuríkin Mauritanía, Súdan og Níger.

Á eftir Íslandi á toppi listans koma Noregur og Nýja Sjáland en í Sómalíu hafa aðeins 30 prósent íbúa landsins aðgang að hreinu drykkjarvatni.

Í skýrslunni, sem unnin var af bresku ráðgjafafyrirtæki, segir að loftlagsbreytingar og fjölgun mannkyns setji aukið álag á vatnsbirgðir heimsins og geri vatnsnotkun í landbúnaði og iðnaði æ varhugaverðari. Vatnsskortur er þó ekki einskorðaður við Afríku því mikil vandamál eru einnig á sumum svæðum í Bandaríkjunum og Ástralíu.

Sjötíu prósents alls fersksvatns er notað til áveitu og tuttugu og tvö prósent til iðnaðar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×