Innlent

Margir ná ekki endum saman

horft yfir borgina Einstæðir foreldrar eru í meirihluta þeirra sem lentu í greiðsluerfiðleikum á síðasta ári, samkvæmt Hagstofunni. Fréttablaðið/Hari
horft yfir borgina Einstæðir foreldrar eru í meirihluta þeirra sem lentu í greiðsluerfiðleikum á síðasta ári, samkvæmt Hagstofunni. Fréttablaðið/Hari

Tæplega fjörutíu prósent heimila landsins, eða 39 prósent, áttu erfitt með að láta enda ná saman á síðasta ári. Þetta kemur fram í lífskjararannsókn Hagstofunnar.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar höfðu 7,1 prósent heimila lent í vanskilum með húsnæðislán eða greiðslu leigu á síðastliðnum tólf mánuðum. Á sama tíma höfðu 10,3 prósent heimila lent í vanskilum með önnur lán.

Einstæðir foreldrar voru í meirihluta þeirra sem voru í greiðsluerfiðleikum. - jab



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×