Innlent

Ögmundur: Svíar handrukkarar Breta og Hollendinga

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson.

Þingmaður Vinstir grænna, Ögmundur Jónasson, er harðorður í garð Svía eftir viðtal Reuters við forsætisráðherra Svía, Fredrik Reinfeldt, sem Vísir birti meðal annars í gær. Í bloggfærslu á heimsíðu sinni segir Ögmundur:

„Skyldu Svíar skilja að Íslendingar véfengja greiðsluskyldu sína? Skyldu Svíar sklija að greiðsluskilmálarnir eru ósvífin þvingunarúrræði? Skyldu Svíar skilja að þeir eru orðnir handrukkarar Breta og Hollendinga?"

Tilefnið eru ummæli Reinfeldt þar sem hann sagði að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) gefi grænt ljós á endurskoðun efnahagsáætlunar á Íslandi.

Reinfeldt sagði í viðtali við Reuters: „Við viljum að Ísland haldi sig við þessar alþjóðlegu skuldbindingar og í kjölfarið munum við standa við okkar loforð."

Ögmundi blöskrar þessi ummæli sem og yfirlýsingu framkvæmdarstjóra AGS, Domnique Strauss-Kahn, þar sem hann sagði þrýsting frá alþjóðasamfélaginu að Ísland klári Icesave skuldbindingar sínar verði til þess að AGS þurfi að fresta endurskoðun sinni.

Ögmundur er þó sárreiðastur Svíum og skrifar á bloggið sitt:

„Kannski finnst Reinfeldt forsætisráðherra það vera í góðu lagi að gerast handrukkari. En hvað skyldi sænsku þjóðinni finnast um þetta nýja hlutverk sitt? Hvað skyldi þjóðinni sem átti Olov Palme finnast um að vera komin í fótgöngulið fjármagnsins gegn fólkinu? Skyldu menn almennt átta sig á því að viðhorfsbreytingin í Evrópu á meðal almennings er vegna þess að fólk er farið að stilla dæminu svona upp: Annars vegar hinir eignalausu. Hins vegar þeir sem töpuðu innistæðum sínum. Almennt finnst fólki ekki sjálfgefið að hinir eignalausu, eða þeir sem eru lasburða og þurfa á velferðarþjónustu að halda, verði látnir blæða til að hinir missi ekki spón úr aski."

Athygli vekur að Ögmundur kýs að myndskreyta færslu sína með vígalegum vélhjólamönnum. Færsluna má lesa í heild sinni hér.




Tengdar fréttir

Fáum ekki Norðurlandalán fyrr en endurskoðun lýkur

Forsætisráðherra Svíþjóðar, Fredrik Reinfeldt, segir í viðtali við Reuters í dag að Svíar muni ekki lána Íslendingum fyrr en Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) endurskoðar áætlun sína fyrir Ísland. Endurskoðun AGS hefur, að því er virðist, slegið á frest.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×