Innlent

Seðlabankastjóri vill ekki tjá sig um ákvörðun forsetans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Már Guðmundsson hefur ekki viljað tjá sig um ákvörðun forsetans í dag. Mynd/ Anton.
Már Guðmundsson hefur ekki viljað tjá sig um ákvörðun forsetans í dag. Mynd/ Anton.

Már Guðmundsson seðlabankastjóri neitar að tjá sig um þá ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, að skjóta Icesave lögunum til þjóðarinnar.

Vísir reyndi í dag að ná tali af Má vegna málsins en þær upplýsingar fengust að hann myndi ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Seðlabankastjóri mun funda með forystumönnum ríkisstjórnarinnar í kvöld.

Már Guðmundsson var efnahagsráðgjafi Ólafs Ragnars Grímssonar í tíð hans sem fjármálaráðherra.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.