Lífið

„Hann sér manneskjuna á bakvið fötlunina"

Ásdís Jenna Ástráðsdóttir er fjölfötluð, en hún hefur verið heyrnarlaus og bundin við hjólastól allt sitt líf. Fyrir þremur árum fann hún ástina á vefsíðunni einkamál.is og er í dag hamingjusamlega gift Kevin Buggle, en Ásdís skrifaði honum pósta með hjálp tölvu sem hún stjórnar með augunum.

„Hann sér manneskjuna á bakvið fötlunina," segir Ásdís en hún segir mikla fordóma fyrir fötluðum á Íslandi. Faðir Kevins er bandarískur en móðir hans íslensk og hann hefur búið hér á landi í átta ár.

Parið leitar í dag að staðgöngumóður í Bandaríkjunum þar sem draumur þeirra er að stofna fjölskyldu, en Ásdís má ekki ættleiða samkvæmt hérlendum lögum vegna fötlunar sinnar.

Þau Ásdís og Kevin voru í viðtali í Íslandi í dag sem sjá má hér að ofan.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×