Viðskipti innlent

Gengi bréfa Marel Food Systems falla í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur fallið um 4,27 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þá hefur gengi bréfa Össurar lækkað um 0,33 prósent.

Engin hlutabréf hafa hækkað í verði á sama tíma.

Einungis tólf viðskipti upp á 45 milljónir króna standa á bak við viðskiptin.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hefur lækkað um 0,69 prósent og stendur hún í 220 stigum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×