Innlent

Björn gagnrýnir Guðbjart forseta

Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason.
Björn Bjarnason gagnrýnir Guðbjart Hannesson, forseta Alþingis, og segir hann hafa gleymt sjálfsögðum heillaóskum til nýrra formanna Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar við upphaf þingfundar í dag. Auk þess hafi Guðbjartur ekki vitað að fyrir 60 árum hafi Alþingi samþykkt aðild Íslands að Atlantshafsbandalaginu.

„Athygli vakti, að Guðbjartur Hannesson, forseti alþingis, sem talar jafnan um sig sem hæstvirtan forseta, þegar hann flytur mál af forsetastóli, sá ekki ástæðu til að óska þingmönnunum til hamingju með hið nýja og mikla traust, sem þeim hefur verið sýnt," segir Björn í pistli á heimasíðu sinni.

Björn rifjar upp að Sturla Böðvarsson, þáverandi forseti Alþingis, hafi óskað Sigmundi Davíð Gunnlaugsson heilla eftir að hann var kjörinn formaður Framsóknarflokksins. Og það þrátt fyrir að Sigmundur væri ekki þingmaður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×