Innlent

Samfylkingin stærst í Kraganum

Samfylkingin mælist með mest fylgi flokka í Suðvesturkjördæmi samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Ríkisútvarpið birtir í dag.

Samfylking fær stuðning 32,2% aðspurðra og Sjálfstæðisflokkur 31,4%. Vinstri grænir bæta við sig miklu fylgi og segjast 23,1% aðspurðra styðja flokkinn. Framsóknarflokkurinn bætir lítillega við sig og fengi nú 7,7%.

Borgarahreyfingin fær 2,7% fylgi í könnuninni, Frjálslyndir 1,7% og Lýðræðishreyfingin 0,3%.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×