Innlent

Risavaxið gagnaver hefði mikil jákvæð áhrif

Frá Blönduósi. Mynd/Jón Guðmann Jakobsson
Frá Blönduósi. Mynd/Jón Guðmann Jakobsson
Risavaxið gagnaver á Blönduósi myndi hafa heilmikil jákvæð áhrif fyrir bæjarfélagið, landshlutann sem og í endurreisn Íslands, að mati Arnars Þórs Sævarssonar, bæjarstjóra á Blönduósi. Hann segir sig og aðra forystumenn í bæjarfélaginu stíga varlega til jarðar í málinu. „Við lítum ekki svo á að þetta sé í hendi." Bæjarstjórinn vildi að öðru leyti lítið láta hafa eftir sér um málið að svo stöddu.

Í Morgunblaðinu í dag er fullyrt að yfirgnæfandi líkur séu á því að fyrirtækið Greenstone ehf. muni byggja risavaxið gagnaver á 128 hektara lóð á Blönduósi sem bæjarfélagið leggur starfseminni til. Stærð byggingarinnar mun rúma átta knattspyrnuvelli. Talið er að þörf verði á rúmlega 2000 starfsmönnum á byggingartímanum. Þá gera áætlanir ráð fyrir að 120 manns muni starfa í gagnaverinu eftir að það tekur til starfa.

Ekki náðist í Svein Sigurðsson, forsvarsmann Greenstone, við vinnslu fréttarinnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×