Innlent

Einungis tveir mæla með samþykkt stjórnskipunarfrumvarpsins

Bjarni gagnrýndi stjórnskipunarfrumvarpið harðlega við eldhúsdagsumræður. Mynd/ Anton.
Bjarni gagnrýndi stjórnskipunarfrumvarpið harðlega við eldhúsdagsumræður. Mynd/ Anton.
Bjarni Benediktsson segir það dapurlegt að síðustu daga á Alþingi hafi ríkisstjórnin reynt að knýja fram breytingar á stjórnarskránni án þess að samstaða væri um þaði á Alþingi í fyrsta skipti í 50 ár.

Þetta kom fram í máli Bjarna við eldhúsdagsumræður á Alþingi í dag. Hann benti á að af þeim 27 sem hefðu skilað inn umsögn um stjórnskipunarfrumvarpið sem liggur fyrir þingi hafi einungis tveir mælt með því að það yrði samþykkt. Þá gagnrýndi Bjarni að brýnustu hagsmunamálum heimilanna væri haldið í gíslingu á meðan að rætt væri um stjórnskipunarfrumvarpið en Sjálfstæðisflokkurinn vildi að þessi brýnu mál væru tekin á dagskrá.

Þá sagði Bjarni að stjórnarflokkarnir væru ósammála um margt. Þó væru þeir sammála um að hækka þyrfti skatta. Sjálfstæðisflokkurinn væri á móti því enda væri ekki hægt að skattleggja sig út úr þeim vandræðum sem þjóðin er í.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×