Innlent

Verður án ráðherralauna út árið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ögmundur Jónasson ætlar að láta sér nægja þingfarakaup út árið.
Ögmundur Jónasson ætlar að láta sér nægja þingfarakaup út árið.
Ögmundur Jónasson segist ekki ætla að þiggja ráðherralaun að loknum kosningum fari svo að hann verði skipaður heilbrigðisráðherra að nýju. Hann segir að þegar hann hafi tekið sæti heilbrigðisráðherra hafi hann skrifað fjármáladeild Stjórnarráðsins og farið fram á að hann fengi ekki greidd ráðherralaun út árið 2009 að minnsta kosti.

Ögmundur segir að þessi ákvörðun sín sé í samræmi við þær niðurskurðarkröfur sem hafi verið gerðar í heilbrigðismálum á þessu ári. Hann segist ekki hafa tekið ákvörðun um það hvort hann hyggist þiggja ráðherralaun eftir áramót fari svo að hann sitji í embætti heilbrigðisráðherra þá.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×