Íslenski boltinn

Guðrún Sóley líka á leiðinni í bandarísku deildina

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er frábær varnarmaður.
Guðrún Sóley Gunnarsdóttir er frábær varnarmaður. Mynd/ÓskarÓ

Bandaríska liðið Chicago Red Stars hefur mikinn áhuga á að fá landsliðskonuna Guðrúnu Sóleyju Gunnarsdóttur til liðs við sig fyrir næsta tímabil en þetta kom fyrst fram í Morgunblaðinu í morgun. Þar segir að Chicago hafi öðlast valrétt á Guðrúnu og hafði þar betur í samkeppni við bandarísku meistarana Jersey Sky Blue, sem höfðu líka áhuga á henni.

Eins og kunnugt er líklegt að Hólmfríður Magnúsdóttir spili í bandarísku atvinnumannadeildinni á næsta ári eftir að Philadelphia Independence tryggðu sér valrétt á henni á dögunum. Los Angeles Sol hefur síðan einnig valrétt á Margréti Láru Viðarsdóttur síðan í fyrra.

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir hefur verið algjör lykilmaður í vörn íslenska landsliðsins síðustu ár og þá hefur hún staðið sig mjög vel með Djurgården á sínu fyrst ári í sænsku úrvalsdeildinni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.