Lífið

Busavígsla og busaskemmtun FG 2009

Arnar Gunnarsson skrifar
Tvær saklausar busatelpur ásamt vígalegum böðli.
Tvær saklausar busatelpur ásamt vígalegum böðli.
Busavígslan í FG fór fram þann 27.ágúst síðastliðin og fór hún mjög vel fram.

Eins og fyrirfram var búist við samræmdust ekki hugmyndir nemendafélagsins og skólayfirvalda um hvað mætti og hvað mætti ekki. Eftir vikulangar deilur var þó komist að ásættanlegri málamiðlun og fékk nemendafélagið að lokum leyfi fyrir ýmsu sem áður var bannað, t.d. fengu böðlar að klæðast lambúshettum og hey var aftur leyft eftir árs bann.

Busunin gekk eins og áður kom fram mjög vel og fengu busarnir sinn skammt af klökum, ógeðisdrykk, remúlaði, mysu, hákarl,lýsi, heyi og pínlegum æfingum. Eftir busavígsluna sjálfa var síðan öllum busum boðið upp á pylsu og gos.

Um kvöldið var síðan haldin vegleg busaskemmtun þar sem Daníel Geir, Þorsteinn Guðmundsson og Sverrir Stormsker skemmtu lýðnum með snilligáfum sínum og almennt var talað um mjög vel heppnaða skemmtun.



Þessi frétt er skrifuð af fulltrúa FG fyrir Skólalífið á Vísi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×