Innlent

Oddvitar allra flokka vilja afnema bankaleynd

Illugi Gunnarsson oddvit Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Illugi Gunnarsson oddvit Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík norður.
Oddvitar allra flokka í Reykjavíkurkjördæmi norður eru sammála um að afnema eigi bankaleynd hér á landi. Þetta kom fram á opnum Borgarafundi sem nú er í beinni útsendingu í Sjónvarpinu. Illugi Gunnarsson oddviti Sjálfstæðismanna segir þó að hér verði að vera réttarríki.

Fulltrúar Frjálslyndaflokksins og Borgarahreyfingarinnar voru á einu máli um að afnema ætti bankaleynd hér á landi. Katrín Jakobsdóttir fulltrúi VG var einnig sammála og sagði að núverandi ríkisstjórn hefði greitt fyrir því.

„Eins og Katrín segir þá liggja fyrir heimildir en ég er auk þess þeirrar skoðunar að lengra megi ganga til þess að eyða þeirr tortryggni sem er í samfélaginu," sagði Helgi Hjörvar sem er á fundinum í stað Jóhönnu Sigurðardóttur sem er veik heima.

Ástþór Magnússon frá Lýðræðishreyfingunni segir að bankaleynd sé tæki til þess að hylma yfir svindl. „Þessir tuttugu og fimm einstaklingar sem settu Ísland á hausinn eiga að fara strax í fangelsi. Þá fara að opnast ormagryfjur en það verður ekki fyrr en þeir fara í fangelsi," sagði Ástþór.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson oddviti Framsóknarflokksins sagði að ekki mætti aflétta bankaleynd hjá öllum en varðandi rannsóknina sagði hann sjálfsagt að afnema hana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×