Viðskipti innlent

Rangri eða slæmri ráðgjöf fylgt

Kröfuhafar SPRON töldu stjórnvöld fylgja rangri eða gallaðri ráðgjöf í aðdraganda þess að Fjármálaeftirlitið (FME) greip inn í rekstur SPRON og Sparisjóðabankans um síðustu helgi.

Þetta kemur fram í tölvupóstskrifum fulltrúa stýrihóps kröfuhafanna til stjórnvalda síðasta föstudag. Í erindum sínum til stjórnvalda þann dag áréttuðu kröfuhafarnir vilja sinn til að ná samkomulagi um framlengingu lána og afskriftir sem þurft hefðu til að tryggja starfhæfi SPRON og væri líklegt til að hámarka heimtur þeirra.

„Í kjölfarið á símafundi sem nýlokið er við fulltrúa FME, Seðlabankans og fjármálaráðuneytisins [síðdegis föstudaginn 20. mars], hefur stýrihópur sá sem er fulltrúi 35 alþjóðlegra banka sem lánað hafa SPRON miklar áhyggjur af því að taka eigi handahófskennda og óábyrgar ákvarðanir í málefnum SPRON. Ákvarðanir sem byggja á skorti á skilningi viðeigandi yfirvalda á þeirri lausn til endurskipulagningar sem þeim var kynnt 18. mars," segir í erindinu, sem er frá fulltrúa Sumitomo Mitsui bankanum. Sá banki er jafnframt einn stærsti kröfuhafi Kaupþings.

Þá hefur Markaðurinn heimildir fyrir því að auki á reiði kröfuhafanna að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) virðist hafa átt hlutdeild í þeirri ákvörðun að taka SPRON yfir, en ákvörðun þar að lútandi hafi verið tekin að höfðu samráði við sjóðinn. - óká







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×