Innlent

Lögreglumenn vilja kjósa um breytingar á vaktakerfi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu.
Höfuðstöðvar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við Hverfisgötu. Mynd/Stefán

Félagsfundur Lögreglufélags Reykjavíkur samþykkti í kvöld ályktun þar sem þeir lýsa almennri óánægju meðal lögreglumanna vegna fyrirhugaðra breytinga á vaktakerrfi og starfsemi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Lögreglumenn krefjast þess að þeir fái að kjósa um breytingar á vaktakerfi sem unnið verði eftir, en það er eindreginn vilji þeirra að núverandi vaktafyrirkomulagi verði ekki breytt.

Þá skorar félagið á dómsmálaráðherra að höggva á þann hnút sem kominn er fram vegna fyrirhugaðra vaktakerfisbreytinga og fimm stöðva kerfi hjá embættinu þar til ákvörðun liggur fyrir um frekari skipulagsbreytingar á lögreglunni á landsvísu.
Fleiri fréttir

Sjá meira