Innlent

Bjarki Freyr fékk 16 ár

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Bjarka Frey Sigurgeirsson rétt í þessu í 16 ára fangelsi fyrir að verða Braga Friðþjófssyni að bana í Hafnarfirði 17. ágúst síðastliðinn.

Við þingfestingu málsins í játaði Bjarki að hafa myrt manninn sem var á svipuðum aldri og hann sjálfur. Hann var hinsvegar ekki tilbúinn til þess að játa að hann hefði notað vöfflujárn við verknaðinn eins og talið var.

Hann játaði aftur á móti að hafa slegið manninn í höfuðið minnst fimm sinnum með tréborði.

Morðið þótti óhugnanlegt en sjónarvottur sem kom fyrstu á vettvang, og Vísir ræddi við á sínum tíma, lýsti aðkomunni sem hryllingi. Ekki er ljóst hvað Bjarka gekk til en hann var í annarlegu ástandi þegar verknaðurinn var framinn. Hann gekkst undir geðrannsóknir, ekki til þess að finna út hvort hann sé sakhæfur, heldur til þess að varpa ljósi á það hversvegna hann varð manninum að bana.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.