Innlent

Aldrei mikilvægara en nú að kveða á um þjóðareign náttúruauðlinda

Jóhanna Sigurðardóttir segir dapurlegt að sjálfstæðismenn beiti málþófi.
Jóhanna Sigurðardóttir segir dapurlegt að sjálfstæðismenn beiti málþófi.
Jóhanna Sigurðardóttir sagði við eldhúsdagsskrárumræður að ríkisstjórnin hefði ekki tekið við góðu búi þegar hún tók til starfa, en tekist hefði að snúa vörn í sókn. Benti hún á að verðbólgan væri á undanhaldi og vextir teknir að lækka. Hún sagði að ríkisstjórnin hefði beitt sér fyrir fjölda mála frá því að hún tók til starfa og benti á að unnið væri að því að skapa 6000 störf.

Jóhanna sagði að það væri dapurlegt til þess að vita að mörg brýn mál væru að bíða vegna málþófs sjálfstæðismanna. Þá sagði hún að það hefði adrei verið mikilvægara en nú að kveðið væri um það í stjórnarskrá að dýrmætar náttúruauðlindir séu eign þjóðarinnar sem ekki megi selja varanlega. Mikilvægt væri að kosið yrðitil stjórnlagaþings.

Þá sagði Jóhanna að Ísland ætti að stefna að aðildarumsókn að ESB og að taka upp evru.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×