Innlent

Afþakkar ekki ráðherrastól fyrirfram

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Magnússon útilokar ekki að hann sitji á ráðherrastóli eftir kosningar.
Gylfi Magnússon útilokar ekki að hann sitji á ráðherrastóli eftir kosningar.
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra útilokar ekki að hann haldi áfram á ráðherrastól eftir kosningar, fari svo að honum bjóðist stóllinn.

„Ég hef svo sem ekki tekið neina afstöðu til þess. Þegar mér var boðið þetta starf í febrúar þá gerði ég ráð fyrir að verða bara fram á vor og það hefur svo sem enginn rætt neitt annað en við mig," segir Gylfi. Hann segir að þangað til annað komi í ljós geri hann ekki ráð fyrir öðru en að snúa aftur í háskólann að loknum kosningum. „En ég ætla svo sem ekkert að afþakka það fyrirfram að vera áfram ef það eru forsendur til þess," segir Gylfi.

Gylfi segir að ráðherrastarfið og háskólakennarastarfið séu mjög ólík þegar hann er spurður að því hvort honum finnist skemmtilegra. „Ég hef haft mjög gaman af háskólakennarastarfinu og geri nú ráð fyrir því að ég snúi aftur í það fyrr eða síðar. Ráðherrastarfið er allt öðruvísi. Það er svo sem ágætis lífsreynsla líka en mig langar ekki til að gera það að ævistarfi," segir Gylfi.

Gylfi var skipaður viðskiptaráðherra eftir að minnihlutastjórn Samfylkingarinnar og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs tók við þann 1. febrúar síðastliðinn.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×