Viðskipti innlent

Gengi Straums og Eimskips tók stökkið í Kauphöllinni

William Fall, forstjóri Straums.
William Fall, forstjóri Straums. Mynd/Rósa

Gengi hlutabréfa í Straumi rauk upp um 19,75 prósent í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Eimskipafélaginu, sem hækkaði um 17,65 prósent. Þá hækkaði gengi Færeyjabanka um 1,29 prósent og Century Aluminum um 0,62 prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa Bakkavarar um 12,6 prósent og Marel Food Systems um 2,42 prósent. Bréf Össurar lækkuðu um 0,21 prósent.

Gamla Úrvalsvísitalan (OMXI15) hækkaði um 1,43 prósent og endaði í 317 stigum. Ný vísitalan (OMXI6) hækkaði um 2,26 prósent og endaði í 927 stigum.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×