Sport

Phelps myndaður með hasspípu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Phelps er búinn að koma sér í vandræði.
Michael Phelps er búinn að koma sér í vandræði. Nordic Photos / Getty Images
Enska götublaðið News of the World birtir í dag mynd af sundkappanum Michael Phelps þar sem hann er að sjúga á hasspípu.

Smelltu hér til að sjá myndina af Phelps eins og hún birtist á vefútgáfu blaðsins.

Phelps er sigursælasti keppandi allra tíma á Ólympíuleikunum en hann vann til átta gullverðlauna í sundi í Peking í sumar og hefur alls unnið fjórtán gullverðlaun.

Samkvæmt frétt blaðsins gæti Phelps átti yfir höfði sér fjögurra ára keppnisbann ef verður uppvís af lyfjanotkun. Ef það reynist rétt gæti hann misst af Ólympíuleikunum í Peking árið 2012.

Myndin er sögð vera tekin í nóvember síðastliðnum er Phelps var að skemmta sér með háskólanemendum.

Samkvæmt fréttinni mun fulltrúi Phelps hafa boðið blaðinu gull og græna skóga fyrir að birta ekki umrædda mynd.

Smelltu hér til að lesa fréttina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×