Innlent

Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson velkominn

Magnús Ólafsson
Magnús Ólafsson

Ekki er farið í manngreinarálit hjá xP Lýðræðishreyfingunni. Hjá xP eru allir velkomnir. Það eru síðan kjósendur sjálfir sem velja sína þingmenn af lista xP í persónukjöri og engin önnur uppröðun fer fram á listum Lýðræðishreyfingarinnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lýðræðishreyfingunni nú í morgun. Þar segir ennfremur að þetta sé ólíkt vinnubrögðum Borgarahreyfingarinnar þar sem sjálfskipaðir leiðtogar sem enginn hafi kosið um skipað sjálfa sig í efstu sætin fyrir luktum dyrum í flokksræðilegu bakherbergismakki.

„Þegar Ástþór Magnússon lagði til lýðræðisleg vinnubrögð var hann í orðsins fyllstu merkingu borinn út af fundum hreyfingarinnar í Borgartúni og leikhúsinu Iðnó. Nú hefur Borgarahreyfingin hafið ófrægingarherferð gegn Magnúsi Ólafssyni leikara sem einnig vildi að menn sameinuðu kraftana til að koma á lýðræðisbreytingum.

Lýðræðishreyfingin býður Magnús Ólafsson leikara velkominn og er honum boðið sæti á lista xP í Kraganum þar sem kjósendum yrði síðan gefinn kostur á að ákveða það hvort þeir vilja Magnús til starfa á Alþingi Íslendinga.

Feiknalegur meðbyr er með framboði xP Lýðræðishreyfingarinnar og búið að safna öllum tilskyldum fjölda meðmælenda í báðum Reykjavíkurkjördæmum. Nú er verið að klára undirskriftarsöfnun í öðrum kjördæmum og hefur annar hver maður sem leitað er til skrifað undir stuðningsyfirlýsinguna," segir í tilkynningunni.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×