Lífið

Íslenski bjórinn Gullfoss kominn á markað

Heimir Hermannsson framkvæmdarstjóri ÖRVK.
Heimir Hermannsson framkvæmdarstjóri ÖRVK.

Á föstudagin kom nýr íslenskur bjór á markað sem ber heitið Gullfoss. Það er Ölgerð Reykjavíkur sem framleiðir bjórinn sem bruggaður er í bruggverksmiðjunni á Árskógssandi. Bruggmeistari ÖRVK er Anders Kissmeyer sem meðal annars var gæðastjóri Carlsberg í Danmörku í tæp 20 ár. Von er á fleiri bjórtegundum frá framleiðendum Gullfoss, meðal annars Geysir.

Framleiðendur Gullfoss lýsa honum sem ljósrafgullnum með meðalfyllingu, þurrum, afar ferskum og með litla beiskju. „Þú finnur bragð af léttristuðu korni, finnur léttan grösugan humlakeim og örfáa sítrustóna. Þeir sem hafa smakkað Gullfoss segja hann hættulega góðan. Gullfoss hentar einkum vel með dönsku-smurbrauði, grænmetisréttum, fiski, kjúkling, svínakjöti og pizzum."

Í tilkynningu frá forsvarsmönnum Kalda segir að undirbúningur hafi staðið í um eitt ár en á þeim tíma hefur ýmislegt breyst. Eins og fall íslensku krónunnar, sem gerði smíði á okkar eigin bjórverksmiðju
óraunhæfa."

Því var samið við framleiiðanda Kalda á Árskógssandi um bruggun á Gullfossi. „Samstarfið við eigendur Bruggsmiðjunar, hjónin Óla og Agnesi hefur verið með eindæmum gott og eru þau mikið heiðursfólk. Bruggun á gæðabjór er mikil nákvæmnisvinna sem þau hafa náð góðu tökum á.

„Ölgerð Reykjavíkur náði samningum, eftir mikið tiltal og margar tilraunir, við Anders Kissmeyer um að verða bruggmeistari ÖRVK og búa til uppskriftina að Gullfoss. Anders var gæðastjóri Carlsberg í Danmörku í tæp 20 ár. Anders setti af stað Noerrebro Bryghus í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum og þykir Noerrebro með betur heppnuðum "micro" bruggshúsum í Evrópu.

Vinsældirnar voru slíkar að Anders opnaði verksmiðju fyrir utan Kaupmannahöfn sem bruggar og setur á flöskur og selur í verslanir. Anders er þekktur í bjórheiminum og er þar á meðal dómari í heimsmeistarakeppni bjóra. Samstarfið við Anders hefur gengið afar vel og hefur hann mikinn áhuga á bjórmenningu Íslendinga enda bjórmarkaðurinn á Íslandi ungbarn miðað við danska öldunginn."

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.