Innlent

Vörubílstjórar láta til sín taka á Akureyri

Árni Helgason fer fyrir vörubílstjórum á Akureyri.
Árni Helgason fer fyrir vörubílstjórum á Akureyri. MYND/Geimstöðin

„Við keyrum nú bara allir í röð hérna um bæinn núna og þetta er svo löng röð sem lokar öllu sjálfkrafa," segir Ásmundur Stefánsson hjá Icefox á Akureyri. Vörubílstjórar fyrir norðan lögðu af stað í bíltúr um daginn fyrir stundu.

Ásmundur segir að um 50-60 bílar, traktorar, gröfur og fleiri hafi safnast saman og keyri nú á 5 km hraða um bæinn.

„Ég veit ekki hvort þeir ætli að stoppa eitthvað á eftir, þetta gengur svo hægt að það lokar öllum gatnamótum," segir Ásmundur.

Hann segir ástæðu mótmælanna sömu og vörubílstjórar á höfuðborgarsvæðinu hafa látið uppi síðustu daga, að fá stjórnvöld til þess að lækka álögur á eldsneyti.

„Við verðum að sýna þeim samstöðu."
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.