Fótbolti

Bayern München og Getafe áfram

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Miroslav Klose í baráttunni í kvöld.
Miroslav Klose í baráttunni í kvöld. Nordic Photos / Getty Images

Bayern München og Getafe tryggðu sér í kvöld sæti í fjórðungsúrslitum UEFA-bikarkeppninnar eins og búist var við fyrir leikina.

Bayern vann 5-0 sigur á Anderlecht á útivelli í fyrri viðureign liðanna og mátti því við að tapa 2-1 á Allianz-Arena í kvöld. Lucio kom Bayern yfir snemma í leiknum en Serhat Akin og Oleksander Jakovenko skoruðu mörk Anderlecht, bæði í fyrri hálfleik.

Getafe vann 1-0 sigur á Benfica með marki Albin á 78. mínútu. Getafe vann fyrri leik liðanna, 2-1, í Portúgal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×