Fótbolti

Við verðum að skora snemma

NordcPhotos/GettyImages

Juande Ramos vonast til að endurupplifa góðar minningar þegar lið hans Tottenham sækir PSV heim á Philps Stadion í kvöld. Þar á enska liðið erfitt verkefni fyrir höndum þar sem það tapaði fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Uefa bikarsins 1-0 á heimavelli.

Ramos vann frækinn 4-0 sigur á Middlesbrough í úrslitaleik þessarar sömu keppni fyrir tveimur árum þegar hann stýrði Sevilla og hann segir að Tottenham verði að eiga svipaðan leik gegn PSV í kvöld til að eiga möguleika.

"Við verðum að skora og það helst snemma. Reynsla mín héðan fyrir tveimur árum var frábær en það kemur þessum leik ekkert við. PSV er þegar búið að sýna hvað það getur með því að vinna okkur heima. Við verðum að spila á útopnu í kvöld," sagði Ramos.

Leikurinn verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:40 í kvöld en þá verða einnig beinar útsendingar á rásum Sýnar frá ensku úrvalsdeildinni.

Leikur Chelsea og Derby verður á Sýn 2, Portsmouth- Birmingham er á Sýn Extra og viðureign Aston Villa og Middlesbrough er á Sýn Extra 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×