Fótbolti

Heiðar í leikmannahópi Bolton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar í leik með Bolton.
Heiðar í leik með Bolton. Nordic Photos / Getty Images

Heiðar Helguson er í leikmannahópi Bolton sem mætir Sporting frá Lissabon í 16-liða úrslitum UEFA-bikarkeppninnar í kvöld.

Heiðar hefur átt við meiðsli að stríða að undanförnu en kemur vonandi við sögu í leiknum í kvöld sem hefst klukkan 20.00 að íslenskum tíma. Hann fer fram á heimavelli Bolton.

Grétar Rafn Steinsson má ekki spila með Bolton í keppninni þar sem hann hefur þegar spilað í henni með AZ Alkmaar. Grzegorz Raziak og Tamir Cohen mega heldur ekki spila með Bolton í kvöld.

Kevin Nolan, fyrirliði Bolton, er mjög tæpur fyrir leikinn en hann er sá fyrri í viðureign liðanna.

Leikur Tottenham og PSV í sömu keppni hefst klukkan 20.05 og verður í beinni útsendingu á Sýn. Þá mætast Fiorentina og Everton á Ítalíu klukkan 19.45.

Leikir kvöldsins í UEFA-bikarkeppninni:

18.00 Anderlecht - Bayern München

19.45 Fiorentina - Everton

19.45 Marseille - Zenit

20.00 Bolton - Sporting

20.00 Rangers - Werder Bremen

20.05 Leverkusen - Hamburg

20.05 Tottenham - PSV

20.30 Benfica - Getafe




Fleiri fréttir

Sjá meira


×