Fótbolti

Spánn gæti verið útilokað frá EM 2008

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blatter er harður í horn að taka.
Blatter er harður í horn að taka. Nordic Photos / Getty Images
Sepp Blatter, forseti Alþjóða knattspyrnusambandsins (FIFA), segir að til greina komi að banna spænsk landslið og félagslið frá öllum alþjólegum keppnum.

Blatter segir að þetta verði gert ef stjórnvöld af Spáni skipta sér af kosningaferli knattspyrnusambands Spánar.

Stjórnvöld á Spáni hafa skipað öllum íþróttasamböndum í landinu sem eru ekki hluti af Ólympíuhreyfingunni að halda kosningar áður en kemur til Ólympíuleikanna í Peking á næsta sumri.

„Ef spænsk stjórnvöld halda áfram að skipta sér að málefnum knattspyrnunnar í gegnum íþróttamálaráðuneytið verða þau að gera sér ljóst fyrir að landsliðin þeirra og félagslið verða bönnuð þátttaka í alþjóðlegum mótum," sagði Blatter.

„Annað hvort vill spænska ríkisstjórnin að fótboltinn fari aðeins fram á Spáni, án alþjóðlegra viðureigna, eða að hún verði að sætta sig við þær alþjóðlegu reglur sem eru í gildi. Ef svo er fær spænska landsliðið að taka þátt í alþjóðlegum mótum."

„Þetta hljómar kannski svolítið harkalega en það tæki ekki nema sex tíma að kalla saman neyðarnefnd FIFA og ákveða útilokun Spánar. Spánn myndi ekki keppa á EM 2008 og spænsk lið myndu hætta þátttöku í Meistaradeild Evrópu eða UEFA-bikarkeppninni."

Blatter sagði að málefni Spánar minntu á mál Grikkja sem voru settir í bann í 48 klukkustundir árið 2006.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×