Fótbolti

Phil Neville hrósaði Kristjáni Erni

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kristján á hér í baráttu við Andy Johnson.
Kristján á hér í baráttu við Andy Johnson. Nordic Photos / Getty Images

Phil Neville var hrifinn af Kristjáni Erni Sigurðssyni en Everton vann 2-0 sigur á Brann í UEFA-bikarkeppninni í gær.

„Brann veitti okkur verðuga mótspyrnu í leiknum og þannig verður það einnig á Goodison Park í næstu viku," sagði Neville í samtali við norska blaðið Dagbladet.

„Það var ekki að sjá að Brann hafði ekki spilað alvöru leik í átta vikur. Þetta er lið sem er með sterka leikmenn og vel skipulagðan varnarleik. Sérstaklega var ég hrifinn af miðverðinum, (Kristjáni Erni) Sigurðssyni. Hann er bæði sterkur og fljótur leikmaður," sagði Neville.

Kristján Örn lék allan leikinn í vörn Brann sem og Ólafur Örn Bjarnason. Liðin mætast á nýjan leik þann á miðvikudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×