Fótbolti

Ármann Smári tæpur fyrir leik Brann gegn FCK

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ármann Smári Björnsson í leik með Brann.
Ármann Smári Björnsson í leik með Brann. Mynd/Scanpix

Allt útlit er fyrir að Ármann Smári Björnsson verði ekki með Brann sem mætir danska liðinu FCK í æfingaleik á morgun.

Þetta verður síðasti leikur liðsins fyrir leikinn gegn Everton í UEFA-bikarkeppninni í næstu viku.

Búist er við því að miðverðirnir Kristján Örn Sigurðsson og Ólafur Örn Bjarnason verði á sínum stað í hjarta varnarinnar en sá fyrrnefndi hefur reyndar átt í vandræðum með smávægileg ökklameiðsli.

Það mun hins vegar ekki vera alvarlegt og býst þjálfari liðsins, Mons Ivar Mjelde, ekki við öðru en að hann verði með.

Þá verður forvitnilegt að sjá hvort að Gylfi Einarsson fái tækifæri en hann gekk til liðs við félagið í síðasta mánuði eftir langa dvöl í Englandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×