Innlent

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri Nýja Kaupþings

Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri.
Finnur Sveinbjörnsson bankastjóri.

Stjórn Nýja Kaupþings hefur ráðið Finn Sveinbjörnsson sem bankastjóra. Starfsmönnum var tilkynnt þetta með tölvupósti fyrir örfáum mínútum. Finnur gegndi starfi formanns skilanefndar Kaupþings hf. eftir að Fjármálaeftirlitið tók yfir stjórn hans þann 8. október. Finnur mun hefja störf á morgun.

Þar með hafa verið ráðnir bankastjórar í alla þrjá bankana sem ríkið tók yfir. Birna Einarsdóttir var ráðin bankastjóri Nýja Glitnis og Elín Sigfúsdóttir var ráðin yfir Landsbankann.Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.