Innlent

Árni: Vonar að ísbirninum verði hlíft

Magnús Már Guðmundsson skrifar
Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Árni Finnsson er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.

Árni Finnsson, formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, vonast til þess að hægt verði að hlífa ísbirninum sem gekk á land í þetta sinn við Hraun á Skagatá.

Hann vonar að reynt verði eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að málin þróist á sama hátt og fyrir tveimur vikum þegar að annar ísbjörn gekk á land og var að lokum veginn á Þverárfjalli í Skagafirði.

Árni segir ekki sé búið að gera viðbragðáætlun frá seinsta tilfelli en samkvæmt lögum þá liggi endanlegt ákvörðunarvald um næstu skref hjá Umhverfisstofnun.

,,Ég held að almenningur hér á landi líkt á mörgum öðrum stöðum í heiminum líti á ísbirni sem tákn fyrir það ástand sem er að verða á norðurhveli jarðar vegna loftslagsbreyting og mengunar," segir Árni og bætir við að þá vilji fólk að allt verði gert til að koma í veg fyrir að fella þurfi dýr eins og þessi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×