Innlent

Yfirlögregluþjónn: Stofna almenningi í hættu

Til harðra átaka kom um ellefuleytið á milli lögreglu og vörubílstjóra á Suðurlandsvegi, skammt frá Rauðavatni, og voru nokkrir menn handteknir.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut liðsinnis sérsveitarmanna og var piparúða beitt til að hafa hemil á bílstjórunum.

Hörður Jóhannesson yfirlögregluþjónn segir að það geti alltaf skapað hættu ef bílstjórar loki stofnæðum í borginni.

Heimildir herma að hið minnsta einn lögreglumaður hafi meiðst í átökunum og þá meiddist vöruflutningabílstjóri þegar hann fékk piparúða í augun.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×