Erlent

Gefa aldrei upp vonina um Madeleine

Foreldrar Madeleine McCann munu aldrei gefa upp von um að leitin að dóttur þeirra beri árangur. Þetta segir frænka Kate McCann, Janet Kennedy.

Hundruð ábendinga hafa borist einkaspæjurum fjölskyldunnar eftir að Kate og Gerry komu fram í sjónvarpi fyrir jólin og biðluðu til almennings um upplýsingar. 

Í stað þess að hjónin muni snúa öllum steinum við í leitinni, eins og þau hafa  sagt, eru þau nú staðráðin í að þau muni aldrei gefa vonina upp á bátinn."

Þetta eru fyrstu jól hjónanna án Madeleine sem hvarf á portúgalska sumarleyfisstaðnum Praia da Luz 3. maí.

Janet Kennedy sem býr í Rothley eins og McCann fjölskyldan sagði að hver dagur væri erfiður fyrir fjölskylduna, en þau sæktu styrk í þann stuðning sem þau fengju. Margir nálguðust fjölskylduna og segðu að þeir hugsuðu til þeirra. "það er ótrúlegt af því nú eru átta mánuðir síðan, það er lengur tími, en allan tímann hefur stuðningur folks verið til staðar."

Um eitt þúsund leikföng voru skilin eftir fyrir Madeleine við minnismerki fallinna hermanna í Rothley mánuðina eftir að stúlkan hvarf. Kennedy hjálpaði til við að safna leikföngunum saman en nú hafa góðgerðarsamtökin Samaritan Purse sent meirihluta þeirra til munaðarleysingja í Hvíta-Rússlandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×