Fótbolti

Anderlecht sektað fyrir ólæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mbo Mpenza í leiknum gegn Tottenham.
Mbo Mpenza í leiknum gegn Tottenham. Nordic Photos / AFP

Knattsyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur sektað hollenska liðið Anderlecht um tæpar 1,2 milljónir króna vegna óláta áhorfenda á leik liðsins gegn Tottenham í UEFA-bikarkeppninni.

Áhorfendur köstuðu aðskotahlutum, til að mynda járnstöng og kveikjurum, á völlinn og hæfðu til að mynda Didier Zokora, leikmann Tottenham.

Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en þetta er ekki í fyrsta skipti sem Anderlecht er sektað á leiktíðinni fyrir ólæti áhorfenda. Það gerðist einnig í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, í leik gegn Fenerbahce.

Zakora hlaut engan skaða af en hann sagði ástæðu þess að áhorfendur veittust að honum augljósa.

„Ég spilaði í fjögur ár í Belgíu - þau hata mig!“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×