Fótbolti

Anderlecht sætir rannsókn UEFA

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mbo Mpenza, leikmaður Anderlecht, gæti hér verið að biðja áhorfendur um að róa sig.
Mbo Mpenza, leikmaður Anderlecht, gæti hér verið að biðja áhorfendur um að róa sig. Nordic Photos / AFP

Knattspyrnusamband Evrópu hefur opnað rannsókn á aðgerðum áhorfenda á leik Anderlecht og Tottenham í UEFA-bikarkeppninni í gær.

Didier Zokora, leikmaður Tottenham, fékk kveikjara í andlitið og þá var einnig reynt að kasta málmstöng í Paul Robinson markvörð. Robinson afhenti stöngina fjórða dómaranum eftir leik.

UEFA hefur þegar sektað Anderlecht fyrir ólæti stuðningsmanna sinna í forkeppni Meistardeildar Evrópu í haust. Þá lék liðið gegn Fenerbahce.

Sambandinu er nú heimilt að grípa til refsiaðgerða sem ná allt frá sektum til brottvísunar úr keppni.

Zokora sagði eftir leik að áhorfendur hefðu veist að honum þar sem hann lék eitt sinn með erkifjendum Anderlecht, belgíska liðinu Genk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×