Enski boltinn

Hundruðum stuðningsmanna Bolton haldið á serbnesku hóteli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ráðist var á lögreglumann með blysi í Belgrad um helgina. Hann er lengst til hægri á myndinni.
Ráðist var á lögreglumann með blysi í Belgrad um helgina. Hann er lengst til hægri á myndinni. Nordic Photos / AFP

Lögreglan í Belgrad, höfuðborg Serbíu, ákvað að hleypa stuðningsmönnum Bolton ekki út af National-hótelinu nú í kvöld.

Bolton mætir í kvöld Rauðu stjörnunni í UEFA-bikarkeppninni klukkan 19.45 í kvöld en lögreglan óttast að stuðningsmönnum félaganna gæti lent saman með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.

Bolton hefur hins vegar sagt að engin haldgóð ástæða sé fyrir aðgerðunum og hefur talsmaður félagsins lýst yfir vonbrigðum sínum fyrir hönd þess.

Fram kom í tilkynningu frá Bolton að viðbrögð sín nytu stuðnings Knattspyrnusambands Evrópu, Enska knattspyrnusambandsins, breska sendiráðsins, Rauðu stjörnunni og þeim bresku lögreglumönnum sem eru nú staddir í Belgrad vegna leiksins.

Stuðningsmönnum Bolton var meinaður aðgangur í miðbæ Belgrad í dag en ekki hefur tekist að ná sáttum í þessu máli.

Á laugardaginn var ráðist á óeinkennisklæddan lögreglumann sem var staddur á knattspyrnuleik. Ráðist var á hann með blysi og hlaut hann brunasár af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×