Handbolti

Fram áfram - HK úr leik

Mynd/Valli

Framarar tryggðu sér í dag sæti í 16-liða úrslitum áskorendakeppni Evrópu í handbolta þegar liðið rótburstaði Ankara frá Tyrklandi 36-20 í síðari leik liðanna.

Haraldur Þorvarðarason skoraði 6 mörk fyrir Fram í dag og Hjörtur Hinriksson skoraði 5 mörk, en Framarar voru nánast búnir að tryggja sér sigurinn í fyrri hálfleik þegar staðan var 15-6 þeim í vil.

HK-menn voru ekki í jafn miklu stuði í dag og féllu úr Evrópukeppni félagsliða þegar þeir töpuðu 36-24 fyrir FCK í Damörku í síðari leik liðanna í þriðju umferð keppninnar. Íslendingaliðið er því komið áfram í 16-liða úrslit. Austas Strazdas skoraði 5 mörk fyrir Kópavogsliðið og þeir Gunnar Jónsson, Ólafur Ragnarsson og Sergei Petraytis 4 hver. Arnór Atlason skoraði eitt mark fyrir FCK en hann er nýstiginn upp úr meiðslum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×