Handbolti

Baldvin tryggði Valsmönnum jafntefli

Baldvin Þorsteinsson skoraði jöfnunarmark Vals í kvöld
Baldvin Þorsteinsson skoraði jöfnunarmark Vals í kvöld Mynd/Völundur

Haukar og Valur gerðu í kvöld jafntefli 22-22 í hörkuleik í N1 deild karla í handbolta. Haukar höfðu yfir í hálfleik 14-11 en Valsmenn komu til baka og náðu eins marks forystu á kafla í síðari hálfleiknum.

Það var Baldvin Þorsteinsson sem reyndist hetja Valsmanna í leiknum en hann skoraði jöfnunarmark liðsins úr hraðri sókn þegar aðeins 7 sekúndur voru til leiksloka. Haukar fengu eina sókn til að tryggja sér sigurinn en Valsmenn náðu að hanga á stiginu.

Fannar Friðgeirsson var langatkvæðamestur í liði Vals með 11 mörk þar af 7 í fyrri hálfleik, en þeir Sigurbergur Sveinsson, Arnór Agnarsson og Arnar Pétursson skoruðu 4 mörk hver fyrir Hauka.

Magnús Sigmundsson átti fínan leik í marki Hauka og varði 18 skot en Ólafur Gíslason varði 16 skot í marki Vals.

Haukar komust með sigrinum á toppinn í deildinni með 12 stig eftir 8 leiki en Valsmenn eru sem fyrr í fimmta sætinu með 8 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×