Innlent

Hells Angels meðlimir væntanlegir til Íslands í dag

Andri Ólafsson skrifar
Leif Ivar Kristiansen forsprakki Hells Angels í Noregi. Ekki er vitað hvort hann sé í hópi hinna norsku Hells Angels manna sem væntanlegir eru til Íslands í dag.
Leif Ivar Kristiansen forsprakki Hells Angels í Noregi. Ekki er vitað hvort hann sé í hópi hinna norsku Hells Angels manna sem væntanlegir eru til Íslands í dag.

Félagar úr mótohjólaklúbbnum Fáfni eru á leið til Keflavíkur að taka á móti félögum úr Hells Angels mótorhjólasamtökunum sem væntanlegir eru til landsins síðdegis í dag.

Samkvæmt heimildum Vísis eru Hells Angels mennirnir, sem væntanlegir eru til landsins, frá Noregi. Tveir til þrír eru væntanlegir með 16:05 fluginu frá Osló og aðrir sex til sjö með 17.55 fluginu frá Osló.

Heimildir Vísis herma að Hells Angels mönnunum sé kunnugt um aðgerðir lögreglu í klúbbhúsi Fáfnis í gær en þar fundust fíkniefni og vopn. Það er fullyrt að þeir vilji láta reyna á hvort þeim verði hleypt inn í landið en í desember 2003 var mikill viðbúnaður lögreglu á Keflavíkurflugvelli þegar þónokkrum fjölda Hells Angels manna meinuð innganga í landið.

 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×