Handbolti

Tveir leikir í N-1 deildinni í kvöld

Augustas Strazdas og félagar í HK taka á móti Fram í kvöld
Augustas Strazdas og félagar í HK taka á móti Fram í kvöld Mynd/Valli

Tveir leikir eru á dagskrá í N-1 deildinni í handbolta í kvöld. HK tekur á móti Fram í Digranesinu og þá eigast við Afturelding og Haukar í Mosfellsbæ. Fram er í efsta sæti deildarinnar með 9 stig og HK í þriðja með 7, svo það verður væntanlega hörkuleikur í Digranesinu í kvöld.

Leikur HK og Fram hefst klukkan 19:15 en viðureign Aftureldingar og Hauka klukkan 20 að Varmá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×