Handbolti

Fram á toppnum í N-1 deildunum

Fram sótti sigur í Mýrina í kvöld
Fram sótti sigur í Mýrina í kvöld Mynd/Völundur

Karlalið Stjörnunnar tapaði í kvöld sínum fyrsta leik í N1 deildinni í handbolta þegar liðið lá 31-28 fyrir Fram á heimavelli sínum Mýrinni og því eru Framarar komnir í toppsætið. Kvennalið Fram er einnig komið á toppinn eftir stórsigur í kvöld.

Heimir Örn Árnason skorðai 10 mörk í liði heimamanna í kvöld og Jóhann Gunnar Einarsson skoraði einnig 10 mörk fyrir gestina í Fram. Fram er taplaust í efsta sæti deildarinnar með 7 stig eftir fjóra leiki og Stjarnan í öðru með 6 stig eftir fjóra leiki.

Kvöldið í kvöld reyndist Frömurum vel því kvennalið félagsins vann í kvöld stórsigur á Fylki 30-18 í N-1 deild kvenna og er á toppnum eins og karlaliðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×