Innlent

Íslendingar taka við rekstri Ratsjárstofnunar

Frá Ratsjárstöðinni á Stokksnesi nærri Hornafirði.
Frá Ratsjárstöðinni á Stokksnesi nærri Hornafirði. MYND/hornafjordur.is

Íslendingar taka í dag við rekstri Ratsjárstofnunar af Bandaríkjamönnum og þar með rekstri íslenska loftvarnakerfisins. Er það í samræmi við samninga Íslendinga og Bandaríkjamanna sem gerðir voru við brotthvarf Bandaríkjahers frá Íslandi í fyrra.

Ratstjárstofnun starfrækir fjórar ratstjárstöðvar í landinu, eina í hverjum landsfjórðungi auk stjórnstöðvar á Miðnesheiði. Til stendur að endurskipuleggja starfsemi stofnunarinnar með það fyrir augu að draga úr kostnaði við rekstur hennar og hefur því verið ákveðið að segja öllum starfsmönnum hennar upp, alls 47 manns. Þó er reiknað er með því að flestir þeirra verði endurráðnir.

Auk þess verður öllum samningum stofnunarinnar sagt upp. Enn fremur liggur fyrir það verkefni að samræma íslenska loftvarnakerfið evrópsku loftvarnakerfi NATO.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×