Erlent

Fjöldaframleidd lífverkfræðihönd

Lindsay Block með gervihöndina sína en hún var ein af þeim fyrstu til að fá i-LIMB .
Lindsay Block með gervihöndina sína en hún var ein af þeim fyrstu til að fá i-LIMB . MYND/getty

Skoskt fyrirtæki býður almenningi upp á fyrst u fjöldaframleiddu taugast ýrðu lí fverkfræðihöndina. Þetta hljómar eins og eitthvað úr Terminator eða Star Wars en er deginum sannara. Búið er að setja á markað svokallaðan „bionic arm", eins konar lífverkfræðilega hönd.

Í henni eru nemar sem skynja taugaboð sem fara ættu í vöðva venjulegrar handar væri hún til staðar og hreyfa höndina í samræmi við taugaboðin. Hægt að stjórna öllum fimm fingrunum með nokkurri nákvæmni.

Höndin kallast i- LIMB og er framleidd af skoska fyrirtækinu Touch Bionics. Talsmenn fyrirtækisins fullyrða að þarna sé á ferð fyrsta gervihöndin fáanleg almenningi sem líti út eins og alvöru hönd með fimm stýranlegum fingrum.

Með almenningi eiga þeir auðvitað við þá sem eiga þær fjórar milljónir sem höndin kostar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×