Erlent

Fellibylir við Miðjarðarhaf

Hækkun hitastigs jarðar gæti innan fárra ára skapað fellibyli við Miðjarðarhafið. Þetta er niðurstaða rannsóknar við Háskólann í Castilla-La Mancha í Toledo á Spáni.

Þættir sem valda fellibyljum eins og hár hiti við sjávarborð og óstöðugleiki í andrúmslofti hafa aukist við Miðjarðarhafið. Hingað til hafa fellibylir aðallega myndast í hitabeltum Atlantshafs og Kyrrahafs og lítilla áhrifa frá þeim gætt í Evrópu.

Samkvæmt rannsóknum Spánverjanna gætu fellibylir myndast við Miðjarðarhafið ef meðalhitastig jarðar hækkar um þrjár gráður. Það gæti haft mikil áhrif á líf miljóna manna sem búa við strandlengju Miðjarðarhafsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×