Íslenski boltinn

U19: Styttist í Evrópumót kvennalandsliða

Nú eru aðeins fjórir dagar þar til Evrópumót kvennalandsliða undir 19 ára hefst hér á landi. Þetta er stærsta verkefni sem knattspyrnusamband Íslands hefur ráðist í.       

Þetta er í fyrsta skipti sem undir 19 ára landsliðið kemst í lokakeppni stórmóts þó oft hafi liðið verið nálægt því, til að mynda var það óhagstæð markatala sem kostaði liðið farseðilinn á síðasta Evrópumót. Leikið verður í tveimur fjögurra liða riðlum á sjö knattspyrnuvöllum víðsvegar um stórhöfuðborgarsvæðið og eru þeir: Laugardalsvöllur, KR-völlur, Víkingsvöllur, Fylkisvöllur, Kópavogsvöllur, Akranesvöllur og Grindavíkurvöllur.

Formlegur opnunarleikur mótsins fer fram þann á miðvikudaginn á Laugardalsvelli en þá tekur Ísland á móti Noregi. Úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli þann 29. júlí á Laugardalsvelli og verður í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Eurosport sem og annar undanúrslitaleikjanna. Frítt verður á alla leiki keppninnar í boði Orkuveitunnar.



Ýtið á „Spila" til að horfa á frétt stöðvar 2.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×