Erlent

Heill loðfílsungi fannst í Síberíu

Leifar af ungviði loðfíls sem fundust í sífreri í Síberíu á dögunum eru líklega þær heilustu sem fundist hafa af þessari útdauðu skepnu. Talið er að leifarnar séu um 10,000 ára gamlar. Samt eru augu og rani ungans ósködduð og hluti feldarins er enn á sínum stað. Unginn var kvenkyns og hefur verið sex ára gamall þegar hann drapst. Það var rússneskur hreindýrahirðir sem gekk fram á hræið við Yamal-skaganum í Síberíu í maí á þessu ári.

Ef satt reynist um aldur skepnunnar hefur hún verið uppi undir lok ísaldar, eða um það leyti þegar tegundin dó út. Loðfílar, einnig þekktir sem mammútar, voru skyldir nútímafílum. Helsta einkennismerki þeirra voru langar, bjúglaga vígtennur og þykkur feldur.

Í síðustu viku hélt teymi vísindamanna til bæjarins Salekhard, skammt frá fundarstaðnum, og skoðaði litla fílsungan. Nú verður hann sendur til Japans til frekari rannsókna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×