Íslenski boltinn

Tveir leikir í landsbankadeild kvenna í dag

Frá leik Breiðabliks og Vals í sumar
Frá leik Breiðabliks og Vals í sumar Mynd/Rósa
Tveir leikir eru á dagskrá í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu í dag og í kvöld. ÍR tekur á móti Þór/KA klukkan 16:00 í botnbaráttunni og Breiðablik tekur á móti Fjölni á Kópavogsvelli klukkan 19:15 í kvöld. Fjölnir er í fjórða sæti deildarinnar, Blikar í því sjötta og eiga leik til góða. ÍR er á botninum með aðeins eitt stig og Þór/KA hefur þrjú stig í næst neðsta sætinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×