Erlent

Dökkt súkkulaði gegn háum blóðþrýstingi

Enn ein rannsókn sem hvetur til súkkulaðineyslu hefur litið dagsins ljós. Vísindamenn við háskólasjúkrahús í Köln halda því fram að munnfylli af dökku súkkulaði á dag lækki blóðþrýsting og dragi úr hættu á hjartaáfalli.

Kenningin um þennan eiginleika dökks súkkulaðis er ekki ný af nálinni. Þó halda margir sérfræðingar því fram óhollustan sem fæst úr súkkulaði vegi ríflega upp á móti meintum lækningamætti þess. Bent hefur verið á að til að draga úr blóðþrýstingi þurfi að innbyrða mikið magn súkkulaðis og við slíka neyslu sykurs og fitu lækki blóðþrýstingurinn varla mikið. Vísindamennirnir í Köln telja aftur á móti að ekki þurfi mikið magn súkkulaðis til að blóðþrýstingur lækki. Þeir birtu niðurstöður sínar í tímaritinu Journal of American Medicine.

Í tilraun sinni skiptu þeir fjögurtíu og fjórum einstaklingum með of háan blóðþrýsting upp í tvo hópa. Í öðrum hópnum snæddi hver þátttakandi 6 grömm af dökku súkkulaði á dag. Í hinum var hvítt súkkulaði á boðstólum. Niðurstaðan var einfaldlega sú að hjá fólkinu sem neytti dökks súkkulaðis lækkaði blóðþrýstingurinn, en hjá hinum stóð hann í stað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×